Skáldskapurinn er leið til að lifa af

  • Ingibjörg Eyþórsdóttir
Efnisorð: Sagnadansar, sögusamúð, kynferðisofbeldi, lagaumhverfi og samfélag, kaþarsis

Abstract

Það að segja sögur hefur alltaf verið ein af leiðum mannskepnunnar til að takast á við lífið, vinna úr tilfinningum og tengjast öðru fólki. Frásögukvæði eru þar á meðal. Ný rannsókn á sagnadönsum rennir stoðum undir þá kenningu að þeir tengist konum sterkum böndum; umfjöllunarefni þeirra er gjarnan samskipti karla og kvenna og í mörgum þeirra er ofbeldi sem karlar beita konur áberandi. Þeim kvæðum lyktar þó oft með því að konurnar hefna og hljóta ekki refsingu fyrir. Annars staðar koma tilfinningar og sjónarhorn kvenna sem þurfa að yfirgefa börn sín skýrt í ljós. Sögusamúð kvæðanna er því augljóslega kvennanna megin. Lagarammi samfélagsins á þeim tíma sem kvæðin voru helst skrifuð upp var strangur og refsingar fyrir svokölluð siðferðisbrot mjög harðar, jafnvel dauðarefsing. Freistandi er að líta á flutning sagnadansanna sem eins konar kaþarsis eða hreinsandi afl fyrir konur sem höfðu jafnvel þurft að sæta ofbeldi, í samfélagi þar sem sönnunarskylda í kynferðisbrotamálum var mjög þung.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biography

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Sjálfstætt starfandi fræðimaður og þýðandi

Útgefið
2025-09-30