„Strúktúrinn á heilbrigðiskerfinu … er ekki öruggur“

Ótti fatlaðs fólks á Íslandi við neyðarflokkun í COVID-19

  • Ástríður Stefánsdóttir
  • Kristín Björnsdóttir
Efnisorð: neyðarflokkun, COVID-19, fatlað fólk, hámörkun gagnsemi, hrumleiki

Abstract

Greinin fjallar um stöðu fatlaðs fólks þegar kemur að flokkun sjúklinga inn á gjörgæslu í neyðaraðstæðum. Hún byggist á siðfræðilegri greiningu á neyðarflokkun og viðtölum við fatlað fólk og aðstandendur þeirra um upplifanir þeirra af COVID-19 faraldrinum. Siðfræði neyðarflokkunar (e. triage) er gjarnan grundvölluð á hugmyndum um hámörkun gagnsemi (e. benefit maximization). Þau sjónarmið geta skapað togstreitu við gildi eins og félagslegt réttlæti og mannréttindi. Þær íslensku verklagsreglur sem giltu í COVID-19 faraldrinum við forgangsröðun sjúklinga inn á gjörgæslu, ganga út frá mati á gagnsemi gjörgæslumeðferðar. Þegar sjúklingar eru metnir er það gert á grundvelli mats á hrumleika. Hér er byggt á hrumleikaskala sem á ensku nefnist Clinical Frailty Scale. Þessi skali hefur verið gagnrýndur fyrir að fela í sér hlutdrægni gagnvart fötluðu fólki. Þótt hugmyndir um gagnsemi séu mikilvægar þegar beitt er neyðarflokkun þarf að hafa í huga að líf fatlaðs fólks er almennt vanmetið þegar slíkum skölum er beitt. Þar eru fötlunarfordómar innbyggðir í matið sem dregur kerfisbundið úr líkum fatlaðs fólks á að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Ótti við fordóma af þessum toga birtist í viðtölum við fatlað fólk og aðstandendur þeirra. Vegna hættu á hlutdrægni er samráð við fatlað fólk nauðsynlegt í gerð reglna um neyðarflokkun. Auk þess er mikilvægt að sú vinna sé gagnsæ og að reglurnar séu rýndar bæði lagalega og siðferðilega. Jafnframt þarf að greiða almennt aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu og andæfa þeim fordómum sem birtast gegn þeim í samfélaginu.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biographies

Ástríður Stefánsdóttir

Prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Kristín Björnsdóttir

Prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Útgefið
2025-09-30