Þrjú ljóð eftir Diddu skáldkonu

  • Sigurlaug Didda Jónsdóttir

Abstract

Didda skáldkona (Sigurlaug Didda Jónsdóttir) hefur komið víða við í listinni. Hún hefur ort ljóð, samið skáldsögur og söngtexta, leikið í kvikmyndum og stigið á stokk sem söngkona auk þess sem hún er menntuð í tösku- og veskjagerð. Fyrsta bók hennar var Lastafans og lausar skrúfur sem kom út árið 1995 en síðan þá hefur hún sent frá sér þrjú verk; Erta (1997), Gullið í höfðinu: hetjusaga (1999) og Hamingja (2021). Fyrstu þrjár bækurnar eiga það sameiginlegt að vera hispurslausar og  búa yfir berorðum og ögrandi lýsingum sem eru lausar við allan tepruskap en algeng yrkisefni Diddu eru annarleg hegðun, kynlíf og ofbeldi. Ljóðin þrjú sem hér birtast eru af annarri gerð en þau fjalla um persónulega reynslu skáldkonunnar. Þegar Didda var þriggja ára gömul varð hún fyrir því óláni að festa höfuðið á milli rimla í handriði. Faðir hennar, sem hafði verið á sjónum dögum saman, kom að henni og rykkti henni lausri með þeim afleiðingum að hún skekktist fyrir lífstíð. Tilveran breyttist og alla tíð síðan hefur sáraukinn búið í líkama Diddu. Í ljóðunum fjallar hún um þennan atburð sem breytti lífi hennar, alvarlegar afleiðingar hans og sambandið við föðurinn en einnig hvernig hún hefur tekist á við sársaukann. Ljóðin eru því ákveðið meðal til þess að lækna fortíðina og frelsa þá aðila sem tilheyrðu þessum atburði með fyrirgefningu og sátt.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##
Útgefið
2025-09-30