„Orðin laðast að henni / eins og skortur“
Um fyrsta hluta ljóðabókarinnar Við sem erum blind og nafnlaus
Abstract
Ljóðabók Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, Við sem erum blind og nafnlaus, kom út árið 2015. Í fyrsta hluta hennar, sem ber heitið „Farvegir táknanna“, er hugmyndagrundvöllur verksins alls lagður í fimm ljóðum. Þau eru greind hér með nálestri en fræðiefni sótt í ýmsar áttir, til hugrænnar bókmenntafræði, heimspeki, sálfræði, félagsvísinda og rannsókna í taugafræði. Sjónum er beint að því hvernig ljóðin kynda undir ímyndunarafli lesenda og ýfa tilfinningar þeirra; rætt er um (hugtaks)líkingar, íróníu, þversögn, rúmfræðiform, upptalningu, húmor, íróníu og klifun en þó ekki síst þögnina sem er einatt yrkisefni Öldu jafnframt því sem hún markar formgerð ljóða hennar á ýmsan hátt. Með greiningunni er sýnt hvernig Alda fær lesendur til að hugsa um „farveg táknanna“ bæði í þröngu og víðu samhengi. Hún leiðir huga þeirra ekki aðeins að þversagnakenndu samspili þagnar og tákna – og þar með djúprættri þörf mannsins fyrir hvorttveggja að þegja og tala – heldur líka að stöðu konunnar í fjölskyldunni/mannkynssögunni og ágangi mannsins á umhverfi sitt. Með ísmeygilegum húmor eða íróníu sýnir Alda Björk hversu rænulausir menn eru oft andspænis táknunum; hvernig þeir gefa sig þeim á vald umhugsunarlaust, þó að þeir eigi kost á öðru; hvernig fólk leggur sitt til að táknin einangri í stað þess að þau tengi mann við mann – og hvernig það misbeitir þögninni eða kann ekki að nýta sér hana.
https://doi.org/10.33112/ritid.18.2.7
Abstract
Alda Björk Valdimarsdóttir’s book of poetry, We Who Are Blind and Nameless, was published in 2015. The first part of the book, titled „The course of signs“, lays the groundwork for the conceptual basis of the work through five poems. These five
poems will be examined through close reading and scholarly materials from various sources, such as cognitive literary studies, philosophy, psychology, social studies and neurological research. There is particular focus on how the poems stimulate the imagination of readers and ruffle their feelings; there is a discussion on (conceptual) metaphors, irony, humor, paradox, geometrical shapes, enumeration, anaphora and, not least, silence which is a common theme in Alda’s poetry and also defines the structure of her poems in various ways. This analysis shows how Alda convinces readers to think about the „course of signs“ in both a narrow and wider context. She not only causes readers to think about the paradoxical interplay of silence and signs – and thus man’s ingrained need to both speak and be silent – but also woman’s position within her family/world history and the encroachment of man upon his own environment. Through clever humour and irony, Alda Björk shows how apathetic people often are when faced with signs; how without thinking they give themselves over to them, even though they have other options; how people contribute for the signs to be isolating instead of connecting us with each other – and how they misuse silence or are not able to make use of it.