Streymi, stjórnlaus stafræna og skýið mikla

Þrotabúskapur kvikmynda á nýrri öld

  • Björn Þór Vilhjálmsson
Efnisorð: streymisveitur, kvikmyndamiðlun, arkífan, stafræna byltingin, kvikmyndasaga

Abstract

Fjölmiðlaumhverfi samtímans hefur tekið miklum breytingum á stuttum tíma og streymisveitur hafa umbylt því hvernig kvikmyndum er dreift í heiminum. Frá árinu 2015 eða þar um bil hefur kvikmyndin að mestu verið skilin frá hefðbundinni efnislegri birtingarmynd sinni (hvort sem átt er við vídjóspólur, blágeisladiska eða filmuspólur). Í greininni er sjónum beint að afleiddum áhrifum þessarar þróunar, sérstaklega dreifingar og aðgengismála, enda hefur það hvernig neyslu kvikmynda er háttað margþætt áhrif á kvikmyndamenninguna. Tvenns konar afstöðustillingarvandamál eru kynnt til sögunnar í þessu sambandi og er þeim ætlað að afmarka svið hins nýja tækniumhverfis sem fela í sér bjögun eða annmarka þegar kemur að kvikmyndaaðgengi og miðlun kvikmyndasögunnar. Fyrrnefnda vandamálið tengist fákeppnisstöðu ríkjandi streymisveitna og hið síðarnefnda tengist menningarmiðlunargildum. Saman má draga þessi afstöðustillingarvandamál saman í vandasamri stöðu neytandans andspænis fyrirtækjunum sem mest eru áberandi á vettvangi kvikmyndadreifingar og miðlunar, andspænis því sem í greininni er nefnt upphafna arkífan og andspænis árutruflunum í kvikmyndasögunni. Greininni lýkur svo með vangaveltu um stöðu íslenska kvikmyndaarfsins.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biography

Björn Þór Vilhjálmsson

Dósent í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild HÍ

Útgefið
2025-12-17