Ögun augans

Sjónarspil og tæknileg stýring í „Nosedive“ úr þáttaröðinni Black Mirror

  • Helga Jónsdóttir
Efnisorð: Sýningarsamfélag, tæknivald, eftirlitskapítalismi, vísindaskáldskapur, Black Mirror

Abstract

Í þáttaröðinni Black Mirror er skyggnst inn í ímyndaða framtíðarheima en í þeim flestum hefur eitthvað farið úrskeiðis í sambandi manns og tækni. Í greininni er fjallað um þáttinn „Nosedive“ þar sem gefur að líta framandi náframtíð sem þó hefur beinar skírskotanir í veruleika áhorfandans og tækniumhverfi líðandi stundar. Einkenni skjásamfélags 21. aldar eru ýkt, allir ganga um með snjallsíma og þar að auki hefur tæknilegri linsu verið komið fyrir í augum þeirra. Samfélagsstaða fólks og réttindi ráðast af einkunn þess á samfélagsmiðli sem öllum ber að nota og áhyggjur af lágri stigagjöf leiða til þráhyggjukenndrar hegðunar og vélrænna samskipta. Í þættinum birtist ákveðinn samfélagslegur kvíði sem beinist að tækniumhverfi samtímans. Sá ótti kallast á við fræðiskrif um tengsl tækni, samfélags og síðkapítalisma en með því að skoða þáttinn í fræðilegu ljósi er gerð tilraun til að öðlast dýpri skilning á því hvernig hann er tilkominn og hvernig hann endurspeglar veruleika áhorfandans.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biography

Helga Jónsdóttir

Aðjunkt í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2025-12-17