„Að fara dult með“
Sjálfsmyndir í sögum Drífu Viðar
Abstract
Greinin fjallar um skáldskap Drífu Viðar. Þegar skáldkonan lést árið 1971 lét hún eftir sig skáldsöguna Fjalldalslilju (1967) og handrit að smásagnasafninu Dagar við vatnið sem kom út síðla árs 1971. Sögurnar eru gjarnan sagðar frá sjónarhorni konu sem oft er einnig sögumaður. Í skáldsögunni og nokkrum smásagnanna er hún auk þess listakona og/eða rithöfundur sem er að skrifa söguna, ýmist sem endurminningu eða meðan hún er að gerast. Í greininni eru sjálfsmyndir í þessum sögum skoðaðar en jafnframt er sjónum beint að viðtökum verkanna og áhrifum Drífu á aðra listamenn.