„Hún reyndi ekki að kalla á hjálp...“

Greining á niðurstöðum Hæstaréttar í nauðgunarmálum

  • Þórhildur Sæmundsdóttir
  • Þorgerður J. Einarsdóttir
Efnisorð: kynferðisofbeldi, réttarkerfi, orðræðugreining, kynjamisréttir, þolendaábyrgð

Abstract

Kynferðisbrot er alvarlegt brot og einn liður í baráttunni fyrir kynfrelsi er rétturinn til að velja og hafna kynferðislegu samneyti. Greindar verða niðurstöður Hæstaréttar í kynferðisbrotamálum eftir breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna árið 1992 og 2007. Rannsóknin byggist á orðræðugreiningu þar sem greind eru þrástef sem mynda mynstur í orðræðunni. Markmiðið er að skoða hvort og hvernig lök staða kvenna og hugmyndir um kynjamisrétti birtast í niðurstöðum dómstólanna. Helstu niðurstöður eru þær að áhersla á átök og líkamlegt ofbeldi minnkaði nokkuð eftir lagabreytingar árið 2007. Enn er þó mun meira gert úr líkamlegu ofbeldi en andlegu. Því er alla jafna ekki gefið mikið vægi þótt til staðar séu andlegir áverkar sem að mati sérfræðinga eru afleiðingar nauðgunar. Meginþráður í niðurstöðum dómstóla gegnum árin er mikil ábyrgð sem lögð er á brotaþola og að nauðgunarmýtur setja mark sitt á úrskurði dómara. Athyglisvert er að sjá hvernig dregur úr áherslu á þolendaábyrgð þegar gerendur eru erlendir. Enda þótt almennt hafi dregið úr þeirri ábyrgð sem lögð er á brotaþola er hún samt sem áður enn fyrir
hendi þótt erfiðara sé að koma auga á hana en fyrr.

Lykilorð: Kynferðisofbeldi, réttarkerfið, orðræðugreining, kynjamisrétti, þolendaábyrgð

https://doi.org/10.33112/ritid.18.3.4

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Þórhildur Sæmundsdóttir

Kynjafræðingur og meistaranemi í lögfræði

Þorgerður J. Einarsdóttir

Prófessor í kynjafræði

Útgefið
2018-12-20