Gleðimenn, gleðimeyjar og Gleðikvennafélag Vallahrepps

Um sögu nokkurra gleði-orða og enduheimt orðsins gleðikona

  • Guðrún Þórhallsdóttir
Efnisorð: mál og kyn, merkingarbreytingar, lántaka úr erlendu máli, gleðimaður, gleðikona

Abstract

Í greininni er fjallað um sögu nafnorðanna gleðimaður, sem þekkt er úr íslensku máli að fornu og nýju, og gleðikona sem birtist fyrst í heimild frá 18. öld. Auk þess er sagt frá fleiri samsettum orðum með gleði- sem fyrri lið sem hafa verið notuð um karla og konur. Merking þessara orða og notkun er borin saman til þess að kanna hvort orðin um karla séu almennt hlutlausrar merkingar (‘fjörugur maður, samkvæmismaður’) en orðin um konur hafi neikvæða merkingu (‘lauslætisdrós, vændiskona’). Rætt er um eðli þeirra málbreytinga sem gleði-orðin hafa orðið fyrir, m.a. að hve miklu leyti lántaka úr erlendu máli hafi komið við sögu. Flokkun Lars-Gunnars Andersson á svokölluðum „ljótleika“ orða er notuð til að skilgreina merkingarbreytingar nánar. Einnig er vikið að viðleitni íslenskra kvenna á undanförnum áratugum til að endurheimta orðið gleðikona, þ.e. lífga við merkinguna ‘fjörug kona, kona gefin fyrir gleðskap’ sem heita mátti gleymd.

Lykilorð: Mál og kyn, merkingarbreytingar, lántaka úr erlendu máli, gleðimaður, gleðikona

https://doi.org/10.33112/ritid.18.3.5

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Guðrún Þórhallsdóttir

Dósent í íslenskri málfræði.

Útgefið
2018-12-20