Stríð gegn konum

Kata og nauðgunarmenning

  • Björn Þór Vilhjálmsson
Efnisorð: Kata, Steinar Bragi, nauðgunarmenning, kynferðisofbeldi, kyn

Abstract

Fjallað er um skáldsöguna Kötu eftir Steinar Braga og í fyrstu eru greinafræðilegar eigindir skáldsögunnar dregnar fram og hún sett í samhengi við þá tegund samtímalegra glæpasagna er setja samfélagsrýni á oddinn. Bent er þó á að skáldsagan
gangi lengra í samfélagsrýni sinni en venjan er í tilviki greinabókmennta og sé raunar svo róttæk að lesa megi boðskap hennar sem altæka gagnrýni á samfélagsskipan samtímans. Boðskapur verksins er settur í samhengi við orðræðu annarrar bylgju femínisma, þar sem hreyfingar komu fram er ýmist íhuguðu vopnaða andspyrnu gegn feðraveldinu eða gripu bókstaflega til ofbeldis. Litið er til hugmynda franska heimspekingsins Louis Althussers um hugmyndafræðileg og kúgandi stjórntæki og virkni hugtakanna er yfirfærð úr stéttabaráttunni yfir í kynjabaráttuna. Í framhaldinu eru hugtökin notuð til að greina hvernig stjórntækin eru sýnileg bæði í menningu samtímans og hvernig lesa má andóf skáldsögunnar í samhengi við samfélagsgreiningu og hugmyndafræðirýni Althussers. Er þar horft til þess hvernig rómantísk hugsýn bókmennta kallast á við önnur hugmyndafræðileg stjórntæki í samfélaginu og jafnframt hvernig kúgandi stjórntæki birtast í skáldsögunni. Að lokum er gætt að viðtökum verksins og spurt hvaða þýðingu það hafi að karlmaður skrifi um „kvenlægt“ neyðarástand.

Lykilorð: Kata, Steinar Bragi, nauðgunarmenning, kynferðisofbeldi, kyn

https://doi.org/10.33112/ritid.18.3.6

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Björn Þór Vilhjálmsson

Lektor í kvikmynda- og bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2018-12-20