„Þú veist þú vilt það“

Skýringar á kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum

  • Rannveig Sigurvinsdóttir
Efnisorð: kynferðisofbeldi, samfélagsmiðlar, skýringar

Abstract

Skýringar á kynferðisofbeldi eru mikilvægt rannsóknarefni því þær varpa ljósi á samfélagslegt samhengi ofbeldisins. Fyrri rannsóknir sýna að algengt er að gerendur skorist undan ábyrgð á ofbeldinu, og vísi frekar í þolandann eða sjálfar aðstæðurnar sem áhrifaþætti. Í þessari rannsókn voru 397 íslenskar færslur þolenda af samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter greindar með tilliti til þess hvernig ofbeldi var skýrt. Skýringarnar voru þrennskonar. Í fyrsta lagi þær sem sneru að samfélaginu en þær fólu til dæmis í sér skírskotun til almennra neikvæðra viðhorfa til kvenna, líffræðilegrar eðlishyggju (þ.e. að karlar ráði ekki við kynhvöt sína), réttinda karla til kynlífs og til hlutgervingar. Í öðru lagi voru það þolendaskýringar sem fjölluðu um áfengisneyslu þeirra og að viðnám þeirra væri nauðsynlegt svo skilgreina mætti atvikið sem ofbeldi. Að lokum voru það gerendaskýringar sem mörkuðust af skrímslavæðingu, þ.e. ýmist var talið að gerendur væru vondir eða þeir féllu ekki að slíkri staðalímynd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þegar kemur að kynferðisofbeldi eru sterkar samfélagslegar staðalímyndir lífseigar og því er mikilvægt að vinna gegn þeim í framtíðinni.

Lykilorð: Kynferðisofbeldi, samfélagsmiðlar, skýringar

https://doi.org/10.33112/ritid.18.3.7

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Rannveig Sigurvinsdóttir

Lektor í sálfræði.

Útgefið
2018-12-20