Viðtökur á verkum Þórarins B. Þorlákssonar

Þáttur í þróun íslenskrar listfræði

  • Hlynur Helgason
Efnisorð: landslagsmálverk, listfræði, listasaga, saga listfræði, norræn list, íslensk list, nútímalist, rómantík, klassík, realismi, natúralismi, þjóðernishyggja

Abstract

Þórarinn B. Þorláksson (1867–1924) hefur verið talinn sá fyrsti sem starfaði sem listmálari á Íslandi. Þær viðtökur sem list hans hlaut, bæði heima við og í útlöndum, er áhugaverð sýn á breytt viðhorf og hugmyndafræðilega afstöðu til íslenskrar og
norrænnar myndlistar frá 1900 fram til vorra tíma. Hann naut nokkurrar virðingar hjá samtíðarmönnum sínum en hvarf síðan að nokkru sjónum fram yfir síðari heimsstyrjöld, á þeim tíma sem nútímalistin var að eflast á Íslandi. Áhugi á list hans jókst hins vegar eftir því sem leið á öldina og á undanförnum áratugum hefur hann verið nokkuð metinn sem mikilvægur frumherji íslenskrar myndlistar. Samhliða þessu hefur gagnrýnendum og listfræðingum reynst erfitt að skilgreina list hans og staðsetja í listsögulegu ljósi. Í greininni er unnið með þær viðtökur sem list Þórarins hefur hlotið í tímans rás, bæði í samhengi við íslenska og norræna listasögu. Þessar viðtökur eru skoðaðar og greindar út frá afstöðu þeirra og þeim hugmyndafræðilegu forsendum sem í þeim birtist. Þannig er greinin tilraun til að auka skilning á fagurfræðilegum áhrifum listar Þórarins, en jafnframt að veita innsýn í þær forsendur og áherslur sem tengjast uppgangi norrænnar listar á undanförnum áratugum.

Lykilorð: Landslagsmálverk, listfræði, listasaga, saga listfræði, norræn list, íslensk list, nútímalist, rómantík, klassík, realismi, natúralismi, þjóðernishyggja

https://doi.org/10.33112/ritid.18.3.10

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Hlynur Helgason

Lektor í listfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2018-12-20