„Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“

Um Húsið eftir Egil Eðvarðsson

  • Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Efnisorð: Hrollvekjur, reimleikahús, Húsið, Egill Eðvarðsson, tráma

Abstract

Húsið (1983) eftir leikstjórann Egil Eðvarðsson er fyrsta íslenska hrollvekjan í fullri lengd og sækir í hefð reimleikahúsakvikmynda sem nutu mikilla vinsælda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Reimleikahús eru grafreitir gotneskra leyndarmála en að sama skapi eru þau staðir þar sem leyndarmálin lifna við – og ganga aftur. Reimleikahúsið er því jafnan trámatískur staður, eða birtingarmynd trámans sem ásækir huga íbúanna. Þannig eru hrollvekjur um reimleikahús yfirleitt fremur hrollvekjur um heila þeirra sem þar búa. Í greininni er fjallað um hvernig reimleikahúsið í kvikmynd Egils birtir tráma aðalpersónu Hússins með hliðsjón af nýlegum rannsóknum geðlæknanna Bessel van der Kolk og Onno van der Hart.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-10-24