„Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“

Um Húsið eftir Egil Eðvarðsson

  • Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Efnisorð: Hrollvekjur, reimleikahús, Húsið, Egill Eðvarðsson, tráma

Abstract

Húsið (1983) eftir leikstjórann Egil Eðvarðsson er fyrsta íslenska hrollvekjan í fullri lengd og sækir í hefð reimleikahúsakvikmynda sem nutu mikilla vinsælda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Reimleikahús eru grafreitir gotneskra leyndarmála en að sama skapi eru þau staðir þar sem leyndarmálin lifna við – og ganga aftur. Reimleikahúsið er því jafnan trámatískur staður, eða birtingarmynd trámans sem ásækir huga íbúanna. Þannig eru hrollvekjur um reimleikahús yfirleitt fremur hrollvekjur um heila þeirra sem þar búa. Í greininni er fjallað um hvernig reimleikahúsið í kvikmynd Egils birtir tráma aðalpersónu Hússins með hliðsjón af nýlegum rannsóknum geðlæknanna Bessel van der Kolk og Onno van der Hart.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biography

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-10-24