Hrifmagnsbíóið: Árbíóið, áhorfandinn og framúrstefnan

  • Kjartan Már Ómarsson

Abstract

Í „Hrifmagnsbíóið: Árbíóið, áhorfandinn og framúrstefnan“ gerir Tom Gunning tilraun til þess að skrifa ,nýja sögu’ kvikmynda, þar sem þær eru bundnar öðrum öflum en þeim sem snúa að tengslum þeirra við frásagnarhefð skáldsögunnar og leikhúss. Gunning telur kvikmyndir frá upphafi aldar ávarpa áhorfendur á aðra leið en hefðbundnar frásagnarmyndir. Ein kenning hans er að kvikmyndir frá árunum 1900-1906 væru trúlegri til þess að hafa í frammi mælskufræði sýndarmennskunnar fremur en að hneppa áhorfendur í algleymi frásagnarinnar. Gildi „hrifmagnsbíósins“ eins og því er teflt fram liggur þá ekki síst í því hvernig það staðsetur áhorfandann á sögulega sértækan og skarphugsaðan hátt.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Kjartan Már Ómarsson

Doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-10-24