„Hið þanda segl, hinn rennandi lækur …“

Athygli, ást og lotning í siðfræði náttúrunnar

  • Jón Ásgeir Kalmansson
Efnisorð: athygli, lotning, ást, náttúra, hugrænir eiginleikar, Henry David Thoreau

Abstract

Greinin fjallar um mikilvægi athygli, lotningar og ástar í siðferðilegri hugsun, einkum er varðar náttúruna. Greinin hefst á umfjöllun um algengan heimspekilegan skilning á siðferðilegu gildi og siðferðilegri stöðu manna, dýra og náttúrunnar í heild. Samkvæmt þessum skilningi ræðst siðferðilegt gildi og staða vera af því hvaða hugrænu eiginleikum þær eru gæddar. Færð eru rök fyrir því að þessi skilningur sé ófullnægjandi, og að dýpri skilningur á siðferðilegri þýðingu fyrirbæra fáist í ljósi hugtaka á borð við athygli, lotningu og ást. Rætt er um það hvernig þessi hugtök tengjast sýn á gildi manna og náttúru, og hvernig þau geta einnig hjálpað okkur að hugsa um blindu okkar á innra líf annarra og á það sem aðrir sjá af veruleikanum.
Loks eru náttúruskrif Henrys Davids Thoreau tekin sem dæmi um djúpa sýn á náttúruna og gildi hennar sem er í ríkum mæli mótuð af athygli, lotningu og ást. Hugsun Thoreaus leiðir í ljós að siðferðilegt samband okkar við aðrar verur er í grundvallaratriðum mótað af þessum hugtökum.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Jón Ásgeir Kalmansson

Aðjunkt í heimspeki við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-12-18