Að fanga fagurferðilegt gildi landslags

Þróun aðferðafræði í rannsóknum við mat á landslagi

  • Edda R.H. Waage
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Efnisorð: landslag, fyrirbærafræði, fagurferðilegt gildi, ímyndunarafl, Rammaáætlun

Abstract

Í þessari grein er fjallað um þverfaglega rannsókn á fagurferðilegu gildi landslags sem unnin er á sviði umhverfishugvísinda. Til að varpa ljósi á samhengi og aðdraganda þeirrar rannsóknar er í fyrstu rakin saga landslagsrannsókna á Íslandi frá aldamótunum 2000, en frá þeim tíma hefur hugtakið landslag fest sig í sessi sem eitt af þeim viðmiðum sem horfa þarf til í ákvörðunum er varða skipulagsmál og landnýtingu. Innan háskólasamfélagsins og á verkfræðistofum hefur markvisst verið unnið að því að þróa aðferðir sem þjóna þeim tilgangi, en nokkuð hefur skort á samtal þar á milli, sem og sameiginlegan hugtakaskilning. Í þeirri rannsókn sem hér er fjallað um er þróuð ný aðferðafræði sem byggir á þeim hugtakaskilningi sem höfundar hafa leitt fram með fyrirbærafræðilegri nálgun innan heimspeki og mannvistarlandfræði. Hér eru dregnir fram valdir þættir hins fagurferðilega gildis og um þá fjallað í ljósi kenninga í náttúrufagurfræði, en umfjöllunin er angi stærri rannsóknar sem unnin var fyrir faghóp I í Rammaáætlun. Með þessari grein er varpað ljósi á gildi rannsókna á sviði umhverfishugvísinda þegar kemur að stjórnsýslulegum ákvörðunum er varða umhverfismál.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Edda R.H. Waage

Lektor í landfræði og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild, Land- og ferðamálafræðistofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Lektor við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

Útgefið
2019-12-18