Seiðpönkuð samfélagsádeila

Virkni íslenskrar menningar og náttúru í ádeiluþáttum ólandssögunnar Hrímlands (2014) eftir Alexander Dan Vilhjálmsson

  • Harpa Rún Kristjánsdóttir
Efnisorð: Ólandssaga, samfélagsádeila, seiðpönk, náttúra, menning, galdrar

Abstract

Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er ólandssaga þar sem vísunum í galdra, þjóðtrú og íslenska menningu er beitt til þess að draga fram boðskap sögunnar og skapa kennsl. Hér er bókin mátuð við byggingarlíkan ólandssagna og ádeila hennar dregin fram. Þá er litið til ofangreindra þátta og tengsla þeirra við íslenska menningu og velt upp spurningum um virkni þeirra innan sögusamhengisins. Meðal annars er bókin mátuð við bókmenntagreinina gufupönk og hugtakið seiðpönk lagt fram til að lýsa henni. Að lokum er fjallað um virkniþátt náttúrunnar sem gjarnan gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum ólandssögum.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Harpa Rún Kristjánsdóttir

Bókmenntafræðingur, búandkerling og skáld sem starfar við sauðfjárbúskap, ritstjórn og útgáfu.

Útgefið
2019-12-18