Eldrit á mannöld

Fjallið sem yppti öxlum eftir Gísla Pálsson og bókmenntir á tímum loftslagsbreytinga

  • Atli Antonsson
Efnisorð: eldfjöll, eldrit, sjálfsævisögur, mannöld, jarðsambönd, bókmenntagreinar, vistrýni

Abstract

Í bók sinni Fjallið sem yppti öxlum blandar mannfræðingurinn Gísli Pálsson saman minningum af uppvexti sínum í Heimaey, frásögnum af eldgosinu sem ógnaði eynni árið 1973 og umfjöllun um mannöldina. Í þessari grein er bókin greind með tilliti til þeirrar hugmyndar höfundarins að verkið tilheyri líklega nýrri bókmenntagrein mannaldar og atrenna er gerð að því að álykta um einkenni þessarar nýju bókmenntagreinar. Hugtakið mannöld er útskýrt og stutt yfirlit gefið yfir þær bókmenntir sem tengjast þessu nýja skeiði jarðsögunnar til að staðsetja bók Gísla Páls-sonar innan þess samhengis. Því næst er verkið skoðað með hliðsjón af hefðbundnari bókmenntagreinum: sjálfsævisögunni og svokölluðum eldritum, og ályktað að nýtt
hugmyndafræðilegt samhengi gefi verkinu ákveðna sérstöðu innan þessara greina.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Atli Antonsson

Doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-12-18