Lundaleppar, norðurljósasokkabuxur og hrossatað

Vangaveltur um minjagripi, ferðamennsku og sjálfsmyndir þjóðar

  • Guðrún Steinþórsdóttir
  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
Efnisorð: ferðaþjónusta, minjagripir, hrunið, sjálfsmyndir þjóðar, menningarflæði/blöndun

Abstract

Síðasta áratug hefur hlaupið mikill vöxtur í varning ætlaðan ferðamönnum á Íslandi. Landið hefur notið sífellt meiri hylli ferðamanna sem flykkst hafa hingað í stórum stíl. Í greininni er fjallað um íslenska minjagripi en stiklað verður á nokkrum vörum sem framleiddar eru og seldar ferðamönnum sem minning um Íslandsveruna og skoðað sérstaklega hvaða sjálfsmyndir gripirnir draga upp af Íslendingum og Íslandi. Gróflega má skipta íslenskum minjagripum í tvo flokka, annars vegar þá sem vitna um íslenska þjóðernishefð og vinna með náttúruna og ýmis minni úr sagnaarfinum; hins vegar þá sem gera grín að ímyndinni sem dregin hefur verið upp af íslensku þjóðinni og sérstöðu hennar. Í greininni verður rætt um báða flokka og tekin ýmis dæmi sem sett verða í menningarlegt og sögulegt samhengi. Í greiningu verður ekki síst sótt til kenninga mannfræðingsins Arjuns Appadurai um menningarflæði á hnettinum en einnig til kenninga um blöndun, íróníu og sjálfsmyndir.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Guðrún Steinþórsdóttir

Doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir

Prófessor í íslenskum bókmenntun við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-12-18