Franskt ævintýri í íslenskum fötum
Um þýðingu Hannesar Finnssonar biskups á „La Belle et la Bête“ eftir Madame Leprince de Beaumont
Abstract
Ævintýrið „La Belle et la Bête“ eða „Fríða og dýrið“, eftir Madame de Villeneuve kom út í París árið 1740. Sagan var stytt og endursögð af Madame Leprince de Beaumont en hún gaf söguna út í London árið 1756 í Magasin des enfants, fræðslu og skemmtiriti sem ætlað var enskum nemendum hennar. Í þeirri gerð varð ævintýrið þekkt víða um lönd enda var bók Beaumonts lengi notuð við frönskukennslu. Þessi fræga saga er eitt þeirra fáu frönsku bókmenntaverka sem þýdd voru á íslensku á 18. öld. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, þýddi söguna og birti, undir heitinu „Skrýmslið góða“, í verki sínu Kvöldvökurnar 1794. Í inngangsorðum sínum að Kvöldvökunum fjallar Hannes um þýðingarstarfið og áherslur sínar sem þýðandi. Í þessari grein er rýnt í þýðingu Hannesar á þessu fræga ævintýri sem naut mikilla vinsælda hérlendis á 19. öld og þýðingin birt óstytt.