Franskt ævintýri í íslenskum fötum

Um þýðingu Hannesar Finnssonar biskups á „La Belle et la Bête“ eftir Madame Leprince de Beaumont

  • Ásdís Rósa Magnúsdóttir
Efnisorð: Hannes Finnsson, Fríða og dýrið, La Belle et la Bête, Madame Leprince de Beaumont, þýðingar

Abstract

Ævintýrið „La Belle et la Bête“ eða „Fríða og dýrið“, eftir Madame de Villeneuve kom út í París árið 1740. Sagan var stytt og endursögð af Madame Leprince de Beaumont en hún gaf söguna út í London árið 1756 í Magasin des enfants, fræðslu og skemmtiriti sem ætlað var enskum nemendum hennar. Í þeirri gerð varð ævintýrið þekkt víða um lönd enda var bók Beaumonts lengi notuð við frönskukennslu. Þessi fræga saga er eitt þeirra fáu frönsku bókmenntaverka sem þýdd voru á íslensku á 18. öld. Hannes Finnsson, biskup í Skálholti, þýddi söguna og birti, undir heitinu „Skrýmslið góða“, í verki sínu Kvöldvökurnar 1794. Í inngangsorðum sínum að Kvöldvökunum fjallar Hannes um þýðingarstarfið og áherslur sínar sem þýðandi. Í þessari grein er rýnt í þýðingu Hannesar á þessu fræga ævintýri sem naut mikilla vinsælda hérlendis á 19. öld og þýðingin birt óstytt.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Ásdís Rósa Magnúsdóttir

Prófessor í frönsku við Mála- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-12-18