„Tekurðu D-vítamín?“ Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar

  • Nanna Hlín Halldórsdóttir
Efnisorð: ábyrgð, einstaklingsvæðing ábyrgðar, nýfrjálshyggja, ME/síþreyta, læknahugvísindi

Abstract

Flest okkar upplifa flensu og veikindi í hversdagslífinu en hjá sumum dragast þessi veikindi á langinn. Langveikt fólk lifir oft við annað hvort óþekkt veikindi eða lítt viðurkennda sjúkdóma á borð við ME/síþreytu. Oftar en ekki býr þessi hópur við erfið lífsskilyrði og jafnvel mikla örvæntingu. Þegar erfitt er að staðsetja orsök veikinda út frá skýrt skilgreindum þekkingarramma vísindanna hefur það í för með sér þær félagslegu afleiðingar að langveiku fólki eru beint eða óbeint send þau skilaboð að veikindin séu á einhvern hátt þeim sjálfum að kenna. Í þessari grein er spurningin: „Tekurðu D-vítamín?“, sem langveikt fólk fær í tíma og ótíma, skoðuð sem birtingarmynd einstaklingsvæðingar ábyrgðar í samfélögum sem eru mótuð af nýfrjálshyggju. Spurningin um ábyrgð myndar grunn siðfræðilegrar orðræðu og þegar hún er einstaklingsvædd er það einstaklingurinn sem ber alla ábyrgð á því hvernig honum farnast, ekki er tekið tillit til félagslegra, jafnvel ekki líffræðilegra (óþekktra) þátta. Stungið er upp á endurskoðun á ábyrgðarhugtakinu í anda heimspeki Judith Butlers sem setur ábyrgð fram sem móttækileika.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Nýdoktor í heimspeki.

Útgefið
2020-05-08