Á valdi ástarinnar

Markaðslegur tilgangur og félagslegt taumhald hugmyndarinnar um rómantíska ást

  • Brynhildur Björnsdóttir
  • Silja Bára Ómarsdóttir
Efnisorð: Menningarfræði, kynhlutverk, markaðstorg ástarinnar, Disney prinsessur, dægurmenning, ástarkraftur, Cultural studies, gender roles, love’s marketplace, Disney princesses, popular culture, love power

Abstract

Í greininni er fjallað um hugmyndina um rómantíska ást eins og hún birtist í vestrænni menningu frá því á fyrri hluta tuttugustu aldar og til okkar daga. Spurt er hvort þróun hennar tengist auknu pólitísku og félagslegu valdi kvenna á tuttugustu öld og þeirri röskun sem í kjölfarið varð á valdajafnvægi kynjanna. Hugmyndin um vald rómantískrar ástar er rótgróin í menningu vestrænna samfélaga þar sem hún hefur lengi verið táknmynd frelsis en er í dag notuð til að markaðssetja og selja varning, vörumerki og hugmyndafræði. Rómantísk ást er einnig mikilvægur drifkraftur kynjakerfisins. Þar gengur ástarkraftur kaupum og sölum á markaðstorgi þar sem hallar mjög á annað kynið. Í greininni er sjónum beint að ýmsu dægurefni sem setur ástina og einkum hlutverk kvenna í forgrunn, þar á meðal kvikmyndum og sjónvarpsefni. Efnið er greint með aðferðum orðræðugreiningar og stuðst við kenningar Evu Illouz um hagræn áhrif markaðssetningar á rómantískri ást í ljósi kenninga Horkheimer og Adorno um menningariðnaðinn. Einnig eru tengsl slíkrar markaðssetningar við kenningar Önnu Guðrúnar Jónasdóttur um ástarkraftinn könnuð.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Brynhildur Björnsdóttir

MA í menningarfræði frá HÍ, söngkona og fjölmiðlakona

Silja Bára Ómarsdóttir

Prófessor í alþjóðasamskiptum Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2021-11-09