„Ég hef alltaf minni og minni áhuga á þessu hefðbundna sambandi“

Tilhugalíf fráskilinna framakvenna

  • Berglind Rós Magnúsdóttir
Efnisorð: Ástarrannsóknir, ástarsambönd, tilhugalíf, frádræg tengsl, sjónræn auðvaldshyggja, Love studies, love relations, courtship, consumerism, scopic capitalism, negative relations

Abstract

Hér er rýnt í ástarreynslu kvenna á miðjum aldri sem hafa skilið við langtímamaka og eru að reyna að fóta sig í breyttum og sítengdum veruleika tilhugalífsins. Tekin voru djúpviðtöl við konur sem hafa náð góðum árangri á sínu starfssviði ásamt því að eiga börn og þau greind með aðstoð hugtaka úr smiðju Önnu Guðrúnar Jónasdóttur, Evu Illouz og Pierre Bourdieu. Ýmislegt hefur breyst í leikreglum tilhugalífsins frá því þær voru þar síðast. Þeim finnst erfiðara nú en áður að upplifa sérstöðu og öðlast fullvissu um eigin og annarra ástartilfinningar og varanleika þeirra; þrenna sem taldist eitt sinn grundvöllur ástarsambands. Þær hafa sumar enduruppgötvað sig sem kynverur og lifa ýmist meira í takt við neyslumenningu kynlífs og ástar eða eru í pásu frá ástinni sem birtist í óvirkni eða tímaböndum (e. situationship) og hafa samsamað sig frádrægum tengslum (e. negative relations). Það á ekki síst við um þær sem hafa dvalið lengst í tilhugalífinu. Konurnar hafa tileinkað sér ýmis gildi markaðarins til að finna með skjótum hætti þann ástarverðuga. Þær hafa sjálfar fundið á eigin skinni hversu auðvelt er að aftengjast mögulegu ástarviðfangi í skjóli tæknivæddrar fjarlægðar. Konurnar eru sjálfum sér nógar félagslega og efnahagslega og velja að búa án maka. Þær eru ekki að leita aftur að sambúð þótt þær séu að leita að ást. Vegna óvissunnar sem ríkir í rómantískum tengslum hafa þessar konur lagt enn meiri áherslu á vinatengsl og kvennasamstöðu sem jafnframt nýtist til að verja sig ástararðráni.

Abstract

“My preference for a traditional relationship is on the wane”. The Love Life of Divorced Career Women

This qualitative interview research, inspired by concepts from Eva Illouz and Anna Guðrún Jónasdóttir, centres on the love life of women in Reykjavík, who have divorced their long-term partner and have been dating for some years. The results
indicate that the rules and regulations in the field of love have transformed since they were younger, and they feel how much more difficult it is to experience singularity and certainty about their own and their partner’s love, not to mention the permanence of those feelings. These three components were once considered the foundation for love relations. There were three stages of dealing with love, and some who have spent the longest time in the dating field have gone through all these stages. They have a) adjusted themselves more to the consumerist way of love and sex, b) abandoned the idea of love and thus becoming inactive, c) entered a situationship. Through that practice they have shaped their subjectivity towards negative choices and relations.These women are socially and economically independent, and even though they are searching for love they are not searching for traditional relationship based on cohabitation. Instead they emphasized
the distance from everyday practices. Due to the deregulation of rituals when dealing with romantic love relations they had stopped counting on them. Instead they put more focus than before on other kind of love relations that were
more likely to last, as with friends, and gave examples of how women’s solidarity has helped them to defend themselves from exploitation of their love power.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Berglind Rós Magnúsdóttir

Prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við Deild menntunar og marbreytileika við Hásk´óla Íslands.

Útgefið
2021-11-09