Ég er alveg í öðrum heimi

Kvennaskólinn í Reykjavík, kvennahreyfingin og hinsegin ástir meðal kennslukvenna um aldamótin 1900

  • Íris Ellenberger
Efnisorð: hinsegin, samkynja ást, kvennahreyfingin, kvennaskólar, Ingibjörg H. Bjarnason, queer, same-sex love, the women’s movement, women’s colleges

Abstract

Í greininni er fjallað um hinsegin ástir meðal íslenskra kennslukvenna og í kvennahreyfingunni um aldamótin 1900 á grundvelli bréfa sem kennararnir Ágústa Ágústsdóttir Ólafsson og Ingibjörg Guðbrandsdóttir sendu Ingibjörgu H. Bjarnason, kennara og skólastýru við Kvennaskólann í Reykjavík. Bréfin innihalda beinar og óbeinar ástarjátningar en í greininni er rýnt í þá merkingu sem hægt er að leggja í orð þeirra stallsystra og þau hugtök sem stóðu konum til boða þegar þær skilgreindu ást sína á öðrum konum. Þá er kvennahreyfingin á Íslandi skoðuð með sérstakri áherslu á Kvennaskólann í Reykjavík í því augnamiði að varpa ljósi á samtvinnun samkynja ásta og fyrstu bylgju femínisma á Íslandi, líkt og átti sér stað í Evrópu og Norður-Ameríku. Einnig hvernig eins konar andófsrými myndaðist bæði á starfsvettvangi kennara og í Kvennaskólanum, sem gerði það óumflýjanlega að verkum að sumar konur beindu ástaraugum sínum fyrst og fremst að öðrum konum. Dregnar eru fram rannsóknir sem sýna að kvennaskólar og kvennahreyfingin gegndu mikilvægu hlutverki í að móta hinseginleika kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku um aldamótin 1900 og spurt er hvort því hafi verið eins farið á Íslandi.

ABSTRACT
I Am in Another World: The Women’s School in Reykjavík, the Women’s Movement, and Queer Love among Female Teachers at the Turn of the 20th Century 

The main topic of the article is queer love in the feminist movement and among female teachers in Iceland at the turn of the 20th century, based on letters written by Ágústa Ágústsdóttir Ólafsson and Ingibjörg Guðbrandsdóttir to Ingibjörg H. Bjarnason, teacher and principal at the Women’s School in Reykjavík. The letters contain direct and indirect confessions of love, which are analysed with the purpose of gaining insight into the vocabulary that women used to describe their love for other women. I consider if the women’s movement in Iceland and the Women’s School in Reykjavík was a site where love between women and the first wave of feminism intersected, as it did in Europe and North America. The article reveals that the teaching profession and the Women’s School became sites of opposition, creating an atmosphere where some women felt free to love and desire other women. I highlight research demonstrating that women’s colleges and the women’s movement played a significant role in the construction of women’s queer sexualities in Europe and North America at the turn of the 20th century and consider if the same applied to Iceland.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Íris Ellenberger

Dósent í sagnfræði við deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2021-11-09