Réttlát ást

Barátta fyrir viðurkenningu samfélags og kirkju á ást, kynverund og löglegri sambúð homma og lesbía á tveimur öldum

  • Sólveig Anna Bóasdóttir
Efnisorð: réttlát ást, mannréttindi hinsegin fólks, kynferðislegt réttlæti, femínísk gagnrýni, kristin guðfræði, just love, gay-lesbian human rights, sexual justice, feminist critique, Christian theology

Abstract

Greinin snýst um réttláta ást sem er ástarhugmynd sem fræðimenn jafnt sem aðgerðasinnar hafa nýtt í baráttunni fyrir viðurkenningu á mannréttindum hinsegin fólks. Í fyrri hluta greinarinnar er hugmyndin um réttláta ást sett í hugmyndasögulegt samhengi og fjallað um gagnrýni femínista á óréttlæti og ofbeldi sem viðgengst á einkasviðinu. Því næst er fjallað um breyttar ástarhugmyndir í framsetningu þriggja fræðimanna, Irvings Singer, Anthonys Giddens og Christinar E. Gudorf. Singer bendir á að vestrænar ástarhugmyndir séu undir áhrifum tveggja meginstrauma: hughyggju og raunhyggju, en þau Giddens og Gudorf einblína á samtímann og þrá fólks eftir að umbreyta ástinni og nánum samböndum og laga hvort tveggja að gildum um frelsi, sjálfræði og réttlæti.

Í síðari hlutanum er sjónum beint að umræðu um ástir einstaklinga af sama kyni á tveimur öldum. Á ofanverðri 19. öld börðust hommar í Þýskalandi og Englandi fyrir viðurkenningu á homogenic ást sinni – án sýnilegs árangurs. Réttri öld síðar var umhverfið og menningin víða gjörbreytt og meiri vilji til að umbylta viðhorfum jafnt sem lögum um samkynhneigð og borgaraleg réttindi hinsegin fólks. Lykilatriði í þeim breytingum var nýr skilningur á ástinni þar sem réttlæti, frelsi og sjálfræði voru sett á oddinn.

ABSTRACT
Just Love. The Struggle for the Recognition of Gay and Lesbian Love, Sexuality and Legal Partnership in Society and Church over Two Centuries.

This article is about just love, a concept of love that scholars and activists have applied in the struggle for recognition of gay and lesbian human rights. In the first part, the idea of just love is placed in an ideological-historical context. The contribution of feminists in this field is reviewed, with a special focus on their critique of the injustice and violence that pervades the private sphere. I also discuss the contribution of three different scholars: Irving Singer, Anthony Giddens, and Christin E. Gudorf. Singer points out that most Western historical love ideas are influenced by two main currents: idealism and realism, while Giddens and Gudorf have a more contemporary focus on the desire to transform love and intimate relationships, adjusting them to the values of freedom, autonomy, and justice.

In the second part, the focus is on the discussion of same-sex love over two centuries. In the late 19th century, gay men in Germany and England struggled for the recognition of their homogenic love – unsuccessfully. In the early 21st century, the environment and culture had undergone significant changes, and there was much greater commitment to change attitudes as well as laws and civil rights of gay and lesbian people. A key element in those changes was a new understanding of love, focusing on justice, freedom, and autonomy.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Sólveig Anna Bóasdóttir

Prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. 

Útgefið
2021-11-09