Hreinn hugur eða sannur maður?

Descartes um líkamlegar hliðar hugsunarinnar

  • Gunnar Á. Harðarson
Efnisorð: Descartes, tvíhyggja, fyrirbærafræði, líkami, skynjun, hugsun, dualism, phenomenology, body, perception, thought

Abstract

Descartes er oft talinn fulltrúi þess sjónarmiðs að maðurinn sé hrein hugsandi vera, óháð líkamanum. Í þessari grein er íslenskum lesendum kynntur andstæður lestur á Descartes, sem rekja má til fyrirbærafræðilegrar greiningar heimspekinga á borð við Lilli Alanen og Jean-Luc Marion á verkum hans, þar sem hin líkamlega vídd er í fyrirrúmi. Með því að rýna nokkra lykilkafla og rökfærslur úr Orðræðu um aðferðHugleiðingum um frumspeki og bréfaskriftum Descartes við Elísabetu af Bæheimi má sjá að í umfjöllun hans koma fram þrjú hugtök um líkama, fyrst hinn efnislegi hlutur, síðan mannslíkaminn og svo það sem Descartes kallar „líkama minn“ sem hann getur ekki aðgreint frá sjálfum sér frekar en eigin hugsun. Fyrirbærafræðileg lýsing hans á ytri og innri skynjun sýnir að hin hugsandi vera er jafnframt líkamleg vera sem hefur tilfinningu fyrir sjálfri sér og heiminum. Ýmis vandkvæði eru samt sem áður á greiningu Descartes og spurning hvort tvíhyggja hans sé, þegar öllu er á botninn hvolft, frekar þekkingarfræðileg en frumspekileg. Milli ritanna þriggja, sem hér er fengist við, má sjá eins konar díalektískt ferli: í Orðræðunni hugsar mannslíkaminn í einhverjum skilningi, í Hugleiðingunum hugsar hin hugsandi vera, í fyrstu án líkamans að því er virðist, en undir lok Hugleiðinganna og í bréfunum sameinast þessar andstæður í einni heild sem er hvort tveggja í senn, líkamleg og hugsandi vera, sem er í fullu samræmi við upphaflega skoðun Descartes í Orðræðunni að „sannur maður“ sé allt í senn, hugsandi og líkamleg vera sem hefur bæði kenndir og tilfinningar.

ABSTRACT
Pure Mind or Real Man: Descartes on the Bodily Aspects of Thought

Descartes is often considered to have advocated the view that man is a pure thinking being, independent of the body. This article introduces Icelandic readers to a different reading of Descartes derived from phenomenological analysis of his works by philosophers such as Lilli Alanen and Jean-Luc Marion, focusing on the bodily dimension. A close reading of key passages and arguments of the Discourse, the Meditations and the correspondence between Descartes and Elizabeth of Bohemia reveals that Descartes uses at least three concepts of the body; as a material thing (a physical object), as the human body and as what Descartes calls “my body” from which he cannot distinguish himself any more than from his own thinking. His phenomenological description of internal and external perception demonstrates that the thinking being is equally a bodily being that is in the possession of a sentiment of itself and the world. However, Descartes’s analysis presents various difficulties, and raises the question whether his dualism is after all epistemological rather than metaphysical. A dialectical process can be observed between the three writings studied: in the Discourse the human body thinks in some sense, in the Meditations the thinking being thinks, first apparently without the body, but towards the end of the Meditations and in the letters these oppositions are united in one whole that is both a bodily and a thinking being, a view that is in accord with the original view of Descartes in the Discourse, that the “real man” is both a thinking and a bodily being that has both feelings and emotions.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Gunnar Á. Harðarson

Prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2021-11-09