Á hverfanda hveli
Um breytta stöðu þjóðkirkjunnar í ljósi sögunnar
Abstract
Miklar breytingar hafa orðið á stöðu íslensku þjóðkirkjunnar á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru af tuttugustu og fyrstu öldinni. Á þeim tíma hefur hlutfall þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni fallið um 25 prósentustig eða úr 89 í 63 prósent landsmanna. Til samanburðar tilheyrðu yfir 90 prósent þjóðkirkjunni 1985. Því má segja að staða þjóðkirkjunnar sé á hverfanda hveli. Meðal kirkjufólks er þessi þróun skýrð með því að óánægju gæti meðal þjóðarinnar með kirkjustofnunina á landsvísu og þar með yfirstjórn kirkjunnar en ekki starf hennar í héraði. Í greininni eru skýringar af þessu tagi taldar byggjast á gamaldags persónu- og atburðahverfum söguskilningi og leitast við að varpa ljósi á þróunina út frá samfélagslegum söguskilningi. Gengið er út frá því að skýringarnar á breyttri stöðu þjóðkirkjunnar stafi öðru fremur af þróun íslenska samfélagsins úr hefðbundu, einföldu sveitasamfélagi í fjölgreint, nútímalegt þéttbýlissamfélag sem tekur örum breytingum. Í kirkjunni njóta ýmsir siðir, venjur og hefðir á hinn bóginn ríkari trúarlegrar, guðfræðilegrar og sögulegrar helgi en á flestum sviðum samfélagsins. Af þeim sökum hefur myndast misgengi milli kirkjunnar og samfélagsins sem kemur fram í því að íslenska þjóðkirkjan er enn að verulegu leyti „sveita-“, stofnunar- og prestakirkja af líku tagi og hér starfaði áður en fyrrnefndar samfélagsbreytingar hófust. Til að skýra þetta skýringarlíkan frekar er stiklað á stóru varðandi breytingar á stöðu og hlutverkum kirkjunnar og prestastéttarinnar á Íslandi á ýmsum skeiðum kirkjusögunnar.
ABSTRACT
All Things Are Flowing: On the Changed Status of the National Church of Iceland
Great changes have occurred regarding the social status of the National Church of Iceland since the beginning of the twenty-first century. During that time, the membership has fallen by 25 percentage. Clergymen and others active in the
local parishes often claim that this development can be attributed to a general dissatisfaction with the institution at the national level and thus with the church leaders. However, they state that this dissatisfaction does not apply to church life in the parishes. In the article, such explanations are considered to be based on an old-fashioned person- and event-oriented understanding of history. Instead, the author interprets the development from a social-historical point of view. He
assumes that the explanations of the changed social status of the church are principally to be found in the development of the Icelandic society from a simple traditional, rural community to a multifaceted, modern, urban community undergoing rapid changes. However, various practices and traditions within the church maintain a rich religious, theological, and historical sanctity. As a result, a certain discrepancy has arisen between the church and the community, which is reflected in the fact that the National Church of Iceland is still to a large extent an old-fashioned, “rural”, institutional, and clergy-oriented church, like the one operated in the country before the modernization of the society.