„brooo, wtf!?!?“

Um áhrif stafrænnar tækni á ritun slangurs meðal unglinga

  • Ragnheiður Jónsdóttir
  • Helga Hilmisdóttir
Efnisorð: netsamskipti, stafræn tækni, slangur, unglingamál

Abstract

Skólaárið 2019–2020 svöruðu 1096 unglingar víðs vegar um landið rafrænni könnun um slangur. Þessi grein fjallar um það hvernig áhrif stafrænnar tækni birtast í svörunum. Sams konar könnun var lögð fyrir haustið 2000 en þá handskrifuðu nemendur svör sín. Samanburður á þessum tveimur könnunum bendir til þess að netsamskipti með lyklaborðum og snertiskjáum geti ýtt undir frumlega notkun unglinga á tungumálinu. Hin hefðbundna hugmynd um að formlegt málsnið hæfi best í rituðu máli á ekki lengur við enda væri nær að lýsa þeim viðmiðum sem myndast hafa í netsamskiptum sem nýju málsniði á mörkum ritmáls- og talmálsstíls. Meðal þess sem virðist hafa aukist síðan um aldamótin er ýmiss konar leikur að stöfun, margföldun bókstafa, skammstafanir, afklippur og aðrar styttingar. Flest atriðin sem fjallað er um í greininni birtast bæði í íslenskum og enskum orðum í svörum þátttakenda en virðast þó heldur algengari í þeim ensku.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Ragnheiður Jónsdóttir

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Helga Hilmisdóttir

Rannsóknardósent á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Útgefið
2022-01-17