Vondar vélþýðingar

Um kynjahalla í íslenskum þýðingum Google Translate

  • Agnes Sólmundsdóttir
  • Dagbjört Guðmundsdóttir
  • Lilja Björk Stefánsdóttir
  • Anton Karl Ingason
Efnisorð: máltækni, tæknihalli, kynjahalli, vélþýðingar, kyn

Abstract

Greinin fjallar um tæknihalla í máltækni, en það er þegar mállíkön sem þjálfuð eru á raunverulegum málgögnum fara óumbeðin að endurspegla samfélagslegan ójöfnuð á borð við kynjahalla, óháð ásetningi þeirra sem búa kerfin til. Einblínt er á kynjahalla í vélþýðingum og í kjölfarið er greint frá rannsókn sem gerð var á íslenskum þýðingum Google Translate. Niðurstöður sýna að töluverður munur er á birtingarmynd karlkyns og kvenkyns í þýðingarvélinni. Þar má sjá mynstur sem samsvara ákveðnum samfélagslegum hugmyndum um kyn og kynjahlutverk, en sem dæmi virðist það háð merkingu lýsingarorða sem vísa til fólks hvort þau birtust í karlkyni eða kvenkyni. Þau sem fela í sér jákvæð persónueinkenni birtust frekar í karlkyni en þau neikvæðu í kvenkyni. Þessu var aftur á móti öfugt farið með útlitstengd lýsingarorð. Þar að auki birtust ákveðnar staðalmyndir í þýðingum tengdum konum og heimilisstörfum annars vegar og körlum og iðnaðarstörfum hins vegar. Þessar niðurstöður sýna ótvírætt fram á mikilvægi þess að vera á varðbergi gagnvart tækninni svo hún viðhaldi ekki úreltum samfélagslegum hugmyndum — sér í lagi í hinum stafræna heimi nútímans.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Agnes Sólmundsdóttir

BA-nemi í almennum málvísindum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Dagbjört Guðmundsdóttir

Doktorsnemi í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Lilja Björk Stefánsdóttir

Doktorsnemi í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Anton Karl Ingason

Dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2022-01-17