Rannsóknir á stafrænu málsambýli varpa nýju ljósi á meginþræði íslenskrar málstefnu

  • Ari Páll Kristinsson
Efnisorð: Málstefna, málhegðun, málviðhorf, málstýring, Spolsky, virðingarstýring, stafrænt málsambýli

Abstract

Eins og ráða má af titli greinarinnar er meginmarkmið hennar að sýna hvernig nýjar og nýlegar rannsóknir á stafrænu málsambýli íslensku og ensku varpa ljósi á meginþræði íslenskrar málstefnu. Byggt er á kenningu Bernards Spolskys um að málstefna sé reist á þremur samtengdum en þó sjálfstæðum meginþáttum, þ.e. málhegðun, málviðhorfum og málstýringu. Enda þótt aðeins tveir fyrstnefndu þættirnir hafi beinlínis verið til skoðunar í rannsóknarverkefninu „Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis“ nýtast rannsóknirnar einnig þegar kemur að þeim síðastnefnda, miðað við þá forsendu Spolskys að málstýring sé ekki raunhæf nema hún byggist á tiltækri þekkingu á málhegðun og málviðhorfum. Í greininni er því haldið fram að innbyrðis samband þáttanna þriggja birtist meðal annars glöggt í íslenskri málstefnu nú á allra síðustu árum þegar kemur að tengslum málviðhorfa við þá undirtegund málstýringar sem nefnd hefur verið virðingarstýring (Harald Haarmann kynnti þetta hugtak til sögunnar í málræktarfræði). Í nýlegum málstýringarskjölum

Alþingis og stjórnvalda er veruleg áhersla lögð á mikilvægi (jákvæðra) viðhorfa og má túlka það sem skýrt ákall um eða viðleitni til virðingarstýringar, og er þá gengið út frá því að virðing geti haft áhrif á málhegðun. Þannig koma hér við sögu allar meginstoðir málstefnu samkvæmt líkani Spolskys, þ.e. málhegðun, málviðhorf og málstýring, og þar eiga rannsóknirnar á stafrænu tungumálasambýli á Íslandi alls staðar erindi.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Ari Páll Kristinsson

Rannsóknarprófessor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Útgefið
2022-01-17