Ótti sem rennur úr jörðinni

Um reimleikahús í landslagi og líkama í Hálendinu eftir Steinar Braga

  • Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Efnisorð: Íslenskar bókmenntir, hrollvekjur, reimleikahús, efnahagshrunið, kvikmyndir

Abstract

Fjallað er um reimleikahúsið í skáldsögunni Hálendinu eftir Steinar Braga. Í sögunni er virkni reimleikahússins ekki bundin eiginlegu húsi heldur er hún fólgin í landslaginu. Þannig fylgir Steinar Bragi hefð norrænna gotneskra sagna þar sem myrkar og óvægnar óbyggðirnar birta það sem innra með sögupersónum hrærist. Sagan gerist rétt eftir hrun og fjallar um það hvernig fjárhagsvandræði festa sögupersónur í reimleikahúsinu – nema að í sögunni er reimleikahúsið í raun hálendi Íslands. Í greininni er rætt um ótta og áföll sögupersóna og sýnt hvernig hvort tveggja endurspeglast í íslenskri auðn.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Bókmenntafræðingur.

Útgefið
2022-01-17