Bókmenntir í blárri móðu

  • Aðalheiður Guðmundsdóttir
Efnisorð: Íslenskar miðaldabókmenntir, riddarasögur, svartidauði, bókmenntafræði, læknahugvísindi

Abstract

Greinin fjallar um veikar söguhetjur eins og þær koma okkur fyrir sjónir í fornaldarsögum og riddarasögum, þar sem finna má dæmi um andleg jafnt sem líkamleg veikindi. Í upphafi er gerð grein fyrir veikindasögum sem efniviði bókmennta og frásagnarfræðilegu samhengi þeirra. Að því loknu er litið til miðaldabókmennta með áherslu á Ála flekks sögu sem heyrir til frumsaminna riddarasagna. Í upphafi er athyglinni beint að söguhetjunni Ála sem var aðskilinn frá fjölskyldu sinni sem barn, með áherslu á félagslega vanhæfni hans til að takast á við tilveru sína og fóta sig í samfélaginu. Sagan er því næst greind út frá veikindum Ála og leitast er við að tengja hana veruleika fólks á 15. öld, og þá sér í lagi svartadauða eða plágunni miklu sem geisaði tvívegis hér á landi, árin 1402–1404 og svo aftur 1494–1495. Að lokum er getið um þær breytingar sem urðu á söguefninu í gegnum aldirnar og þær útskýrðar með hliðsjón af breyttu samfélagi og breyttum áherslum. Rannsóknin bendir til þess að Ála flekks saga gæti sem best hafa verið samin í upphafi 15. aldar.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2022-06-30