„að draga úr fjarlægðinni sem skilur okkur frá veröldinni“. Plágan og meðvitaður dauði Albert Camus

  • Jón Bragi Pálsson
Efnisorð: Albert Camus, Plágan, Goðsögnin um Sisyfos, Uppreisnarmaðurinn, meðvitund, uppreisn, fjarstæðan, dauðinn, tilvistarspeki, heimspeki

Abstract

Skáldsaga Albert Camus, La Peste (Plágan) segir frá samfélagi þar sem drepsótt brýst út. Sagan á sér stað í alsírsku borginni Oran og hverfist um lækninn Rieux og samstarfsmenn hans sem berjast með öllum tiltækum ráðum gegn plágunni. Drepsóttin sækir þó sífellt í sig veðrið og verður þúsundum að bana áður en yfir lýkur. Dauðinn gegnir lykilhlutverki í heimspeki Camus en í greininni verður leitast við að draga saman umfjöllun hans um dauðann í nokkrum lykilverkum hans til að varpa ljósi á ákveðna heildarkenningu sem býr þar að baki. Jafnframt er því lýst hvernig kenningin tekur á sig mynd í skáldsögunni Plágan og hvernig sagan dregur fram þætti sem eru mikilvægir til að útskýra heimspeki Albert Camus.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Jón Bragi Pálsson

MA í heimspeki.

Útgefið
2022-06-30