Hamfarir samfélagssjónleiksins

Um stórslysabókmenntir annars áratugar 21. aldar

  • Atli Antonsson
Efnisorð: Íslenskar skáldsögur, Hrunið, Náttúruhamfarir, Eldgos, Victor Turner, samfélagssjónleiki

Abstract

Greinin reynir að svara spurningunni hvers vegna svo margar íslenskar skáldsögur áratugarins 2010–2019 hafi fjallað um náttúruhamfarir og í flestum tilvikum eldgos. Í innganginum er bent á hliðstæðar greiningar á sögulegu samhengi bandarískra stórslysakvikmynda. Sú skýringartilgáta er lögð fram að há tíðni náttúruhamfara í skáldskap áratugarins tengist menningarlegu uppgjöri við Hrunið og tengda atburði. Því er haldið fram að tengsl skáldsagnanna við þessar sögulegu aðstæður skýrist séu þær lesnar sem hluti af því sem skoski mannfræðingurinn Victor Turner kallaði samfélagssjónleiki (e. social drama). Næstu kaflar greinarinnar innihalda rökstuðning fyrir kenningunni um tengsl Hrunsins og náttúruhamfara í skáldskap. Helstu rökin eru fengin með nákvæmum lestri tíu skáldsagna sem eru mátaðar við kenningu Turners um þróun samfélagssjónleikja. Í ljós kemur að þær passa vel inn í þetta greiningarmódel að því er virðist með þeirri niðurstöðu að samfélagssjónleikurinn hafi leitt til klofnings í ýmsum skilningi. Í lokaorðunum er þeirri hugmynd varpað fram að á þriðja áratugnum muni skáldskapur sem tengist úrvinnslu kórónuveirufaraldursins velta eldgosum úr sessi sem algengustu náttúruhamfarirnar í íslenskum skáldsögum.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Atli Antonsson

Doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2022-06-30