Arfur Platons. Þrætubókarlist, samræður og efahyggja

  • Svavar Hrafn Svavarsson
Efnisorð: Platon, Akademían, Arkesilás, akademísk efahyggja, hellenísk heimspeki

Abstract

Heimspeki Platons er iðulega skilin sem safn kenninga um manninn og heiminn. Þess vegna hefur reynst erfitt að skilja skilning nokkurra arftaka hans í Akademíunni á platonskri heimspeki. Þessir arftakar voru efahyggjumenn og fóru fyrir skólanum um tveggja alda skeið í fornöld. Þeir álitu Platon ekki hafa sett fram ákveðnar kenn- ingar um nokkurn hlut, heldur einungis velt vöngum. Hér er spurt hvort skilja megi túlkun þeirra og jafnvel réttlæta á einhvern hátt. Horft er til ýmissa hugmynda sem hafa verið settar fram, en einkum til þess sem einkennir allar samræður Platons. Það er samræðuformið. Í seinni tíð hefur ýmsum verið starsýnt á samræðuna sem heimspekilegt snið platonskrar heimspeki. Það er lagt til að skilja megi túlkun hinna fornu efahyggjumanna á hliðstæðan hátt.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Svavar Hrafn Svavarsson

Prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2022-06-30