Sjálfsmynd og ókennileiki á tímum fjármálahruns

Um hrunskáldsögurnar Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur og Hvítfeld: Fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur

  • Vera Knútsdóttir
Efnisorð: bókmenntir, fjármálahrun, minnisfræði, sjálfsmynd, hið ókennilega

Abstract

Markmið greinarinnar er að fjalla um skáldsögur tveggja íslenskra kvenrithöfunda sem beita fagurfræði hins ókennilega (e. the uncanny, þ. das unheimliche) til að takast á við atburði fjármálahrunsins árið 2008. Sögurnar sem um ræðir eru Ég man þig (2010) eftir Yrsu Sigurðardóttur, og Hvítfeld: Fjölskyldusaga (2012) eftir Kristínu Eiríksdóttur. Í hug- og félagsvísindum er hrunið skilgreint sem sameiginlegt áfall þjóðar sem leiddi til djúpstæðrar minnis- og sjálfsmyndarkrísu á hinu sameiginlega opinbera sviði. Þá hefur hugmyndin um hrunbókmenntir verið glögglega skilgreind og rædd, til dæmis í bók Aleric Hall, Útrásarvíkingar: The Literature of the Icelandic Financial Crisis (2008-2014). Í greininni skoða ég hvernig ókennileg stef verkanna skírskota til samfélagsástands á hruntímum og hvernig reimd hús frásagnanna endurspegla bælingu, ótta og loks sorg á tímum fjármálakreppu.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Vera Knútsdóttir

Doktor í almennri bókmenntafræði.

Útgefið
2023-06-13