„Hann vissi hvað var veruleiki og hvað ekki“
Gotnesk samfélagsádeila í skáldsögunni Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson
Abstract
Meginumfjöllunarefni greinarinnar er skáldsagan Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson og eru kenningar sálgreiningar notaðar til bókmenntafræðilegrar greiningar, ásamt frekari fræðum. Áhersla er lögð á gotnesk skáldskapareinkenni og er sögusvið frásagnarinnar borið saman við reimleikahúsið í bókmenntum og kvikmyndum. Í því skyni er vísað til samfélagslegrar umræðu er varðar stéttaskiptingu, búsetu og misjöfn tækifæri barna. Verkið er lesið í samhengi við almenna umfjöllun um ofbeldi gegn börnum á útgáfutíma bókarinnar, við upphaf 21. aldarinnar. Kenningar um hið gotneska barn eru kynntar og fjallað er um hvernig barnungar söguhetjur endurspegla gjarnan dulin samfélagsmein í gotneskum frásögnum. Sýnt er fram á hvernig staða aðalpersóna skáldsögunnar afhjúpar blindni foreldranna og mismunandi birtingarmyndir óréttlætis í garð barna.