Kviðristarinn í Kaupmannahöfn

Um raðmorð, íslenskt samfélag og skáldsöguna Kóperníku (2021) eftir Sölva Björn Sigurðsson

  • Marteinn Knaran Ómarsson
Efnisorð: afbrot, bókmenntaborgin, feðraveldi, glæpasögur, hrollvekjur, íslenskar bókmenntir, Kaupmannahöfn, Kobbi kviðrista, Kóperníka, kvenfrelsi, raðmorð, raðmorðingi, sjálfstæðisbarátta Íslands

Abstract

Þessi grein fjallar um raðmorðingja, einkum það hvernig gerendurnir birtast í sögum. Þá er glæpasagan  Kóperníka (2021) eftir Sölva Björn Sigurðsson athuguð sérstaklega. Raðmorðingjafræði eru kynnt og afbrotahegðunin skoðuð út frá íslensku samfélagi og bókmenntum þar sem meðal annars er stuðst við skrif bandaríska félagsfræðingsins Kevin D. Haggerty. Enda þótt raðmorðinginn sé býsna áberandi sem persóna í ýmsum afurðum dægurmenningarinnar á Vesturlöndum er athæfið í raun mjög sjaldgæft. Engin dæmi eru um morð af þessu tagi á Íslandi síðan nútíminn hófst og getur það meðal annars stafað af smæð þjóðarinnar sem og félags- og menningarlegri samsetningu hennar. Íslenskir raðmorðingjar fyrirfinnast þó í innlendum bókmenntum og kvikmyndum en til þess að mæta raunsæiskröfu sagnagerðarinnar er vandkvæðum bundið að aðlaga þá að íslenskum veruleika. Sölvi Björn leysir þetta með því að flytja lesendur aftur til þess tíma þegar Kaupmannahöfn var höfuðstaður landsins, borg í örum vexti með tilheyrandi þensluverkjum, sjúkdómum og fátækt, og um leið tilvalinn vettvangur fyrir raðmorð. Í skáldsögunni á sér einnig stað úrvinnsla á einu þekktasta raðmorðmáli sögunnar, kviðristumorðunum í Lundúnum árið 1888, og er líka fjallað um þau í greininni og hvernig höfundur vinnur úr málinu í frásögn sinni.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Marteinn Knaran Ómarsson

Meistaranemi í almennri bókmenntafræði.

Útgefið
2023-06-13