Fyrir hverja eru fræðin?

  • Finnur Dellsén
Efnisorð: fræðastörf, vísindamiðlun, opin vísindi, gildi þekkingar, þekkingarleg jafnaðarstefna

Abstract

Flest getum við verið sammála um að fræði og vísindi séu ekki bara til fyrir fólkið sem leggur stund á þau heldur fyrir allan almenning líka. Fræðin eru fyrir okkur öll. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að þessi sakleysislega hugmynd vekur upp ýmis heimspekileg álitamál, svo sem um gildi þekkingar, eðli vísinda og fræða og verkaskiptingu innan samfélaga. Til að svara þessum spurningum set ég fram heimspekilega kenningu sem ég kalla þekkingarlega jafnaðarstefnu og kveður í grófum dráttum á um að þekking allra sé einhvers virði. Eftir að hafa rökstutt þessa kenningu beiti ég henni til að varpa ljósi á hvernig best sé að skilja hugmyndina um að fræðin séu fyrir okkur öll. Í lok greinarinnar velti ég því líka upp hvaða praktísku afleiðingar það hefur fyrir fræðin ef fallist er á þessa hugmynd: Hvernig yrðu fræði sem raunverulega eru fyrir okkur öll?

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Finnur Dellsén

Prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í Háskóla Íslands.

Útgefið
2023-06-13