Hugarórar eða raunverulegur hryllingur?
Um óræðar verur í smásögum Amparo Dávila
Efnisorð:
Amparo Dávila, smásaga, fantasía, Mexíkó, Tiempo destrozado
Abstract
Í sögum Amparo Dávila (Mexíkó 1928–2020) bregður oft fyrir verum sem erfitt er að átta sig á; hvort um sé að ræða fólk, dýr, drauga, samgengla eða eitthvað allt annað. Dávila gaf út fyrstu sögur sínar á sjötta áratug síðustu aldar þegar mikill uppgangur var í smásagnaskrifum í Mexíkó og öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Verk Dávila eru oft sett í samhengi við furðusögur eða hrollvekjur. Sjálf segist hún skrifa um fyrirbæri sem eru sprottin af raunverulegri reynslu. Í greininni verða þessar einkennilegu verur teknar fyrir í þremur smásögum hennar og íhugað hvað sé mögulega á bak við þær.
Downloads
Download data is not yet available.