Ábyrgar konur og sjúkir karlar. Birtingarmyndir nauðgunarmenningar í íslensku samfélagi

  • Finnborg Salome Steinþórsdóttir
  • Gyða Margrét Pétursdóttir
Efnisorð: Kynferðisofbeldi, kynjamisrétti, mýtur, þolendaábyrgð, sjúkdómsvæðing

Abstract

Á undanförum mánuðum og árum hefur átt sér stað vitundarvakning varðandi nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi. Markmið þessarar rannsóknar sem hér er rædd er að varpa ljósi á birtingarmyndir nauðgunarmenningar á Íslandi, og þá sérstaklega hvaða hugmyndir eru ríkjandi meðal ungs fólks um nauðganir, þolendur og gerendur. Auk þess er sjónum beint að því hvaða áhrif þessar hugmyndir hafa á brotaþola nauðgana. Rannsóknin byggir á rýnihópaviðtölum við háskólanema á höfuðborgarsvæðinu og hálf-stöðluðum viðtölum við háskólanema, brotaþola nauðgana og sérfræðing sem starfar náið með brotaþolum. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á nauðgunarmenningu hér á landi, hvernig nauðganir og annað
kynferðislegt ofbeldi er normalíserað og hvernig orðræðan eða ríkjandi hugmyndir um nauðganir fjalla einkum um að nauðgun er dregin í efa, brotaþolum er kennt um nauðganirnar, og leitað er leiða til að afsaka gjörðir gerenda.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Finnborg Salome Steinþórsdóttir

Nýdoktor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Gyða Margrét Pétursdóttir

Dósent í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14