„sambýliskonur […] í sama kroppi, í sama höfði, í sama blóði“. Um samband Dísu og Gríms í Dísusögu eftir Vigdísi Grímsdóttur
Efnisorð:
Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga: Konan með gulu töskuna, tráma, samræðusjálf, líkingar
Abstract
Í greininni verður fjallað um Dísusögu eftir Vigdísi Grímsdóttur. Verkið hefur verið kallað skáldævisaga höfundar en í því lýsir Vigdís nauðgun sem hún varð fyrir sem barn og þó einkum afleiðingum hennar. Fram kemur að hún hafi ákveðið að þegja um glæpinn en afleiðingar hans – eins og þeim er lýst í Dísusögu – er klofningur hennar í tvær persónur; Dísu og Gríms. Samskipti persónanna og þá ekki síst valdabarátta þeirra verður til umfjöllunar meðal annars út frá kenningum um tráma, samræðusjálf (e. Dialogical Self Theory) og líkingar. Þá verður einnig rætt um mismunandi viðhorf til kynferðisafbrota á ólíkum tímum með hliðsjón af viðtökum þeirra verka Vigdísar sem hafa verið tengd persónu hennar sjálfrar.
Downloads
Download data is not yet available.
Útgefið
2019-06-14
Hluti
Þema