Dansað á óplægðum akrinum. Tólf lík, níu staðir og í lokin eru allir glaðir

  • Kjartan Már Ómarsson
Efnisorð: Konkretljóð, framúrstefna, úrkynjun, kynjahlutverk, dauði, dans, tröll

Abstract

Bókmenntir hafa lengi stundað þá iðju að refsa kvenpersónum fyrir að storka ,hefðbundnum‘ kynjahlutverkum með kúgunum, ofbeldi, jafnvel dauða. Með því að huga að ,leikendum‘ danse grotesque, sviðsetningu þess og myndrænni framsetningu, ásamt því að rýna í merkingarlykla á borð við tröll og túlkunarhefðir dans má greina vissa mótspyrnu við ríkjandi birtingarmyndir kvenna í afþreyingarefni Vesturlanda. Í meðförum Sjón skapast rými innan ljóðsins til þess að túlka (ofbeldis)verknað, sem væri undir venjulegum kringumstæðum úrslit frásagnar og kúgandi í garð kvenna, sem nýtt upphaf þar sem vera konunnar er ekki bundin áhorfanleika hennar. Í danse grotesque er samband kvenleika og dauða í vestrænni menningu endurmetið.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Kjartan Már Ómarsson

Doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14