„Hann er bara á vondum stað“. Reimleikahús í Rökkri eftir Erling Óttar Thoroddsen

  • Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Efnisorð: Rökkur, Erlingur Óttar Thoroddsen, hrollvekjur, reimleikahús, kynferðisofbeldi, fjarskiptatækni

Abstract

Reimleikahús eru ýmist skrímsli eða hýsa þau, nema hvort tveggja sé. Þau hafa einstakt aðdráttarafl og kunna að krækja í fórnarlömb eftir ýmsum leiðum. Óhugnanlegasta reimleikahúsið í kvikmyndinni Rökkri eftir Erling Óttar Thoroddsen (2017)
veitir hvorki skjól gegn veðri né vindum því það er ekki úr timbri, steypu eða steini. Draugarnir í Rökkri hanga nefnilega á netinu. Erlingur beinir sjónum sérstaklega að þeim hættum sem kunna að steðja að ungum hommum á forsendum hrollvekjugreinarinnar. Spjallrásir og samfélagsmiðlar orka eins og veiðitæki fyrir skrímslin í kvikmyndinni, sem sitja þar fyrir aðalpersónum hennar. Þögn þolenda í kjölfar kynferðisbrota er gerð að umræðuefni í kvikmynd Erlings en rannsóknir benda til þess að karlar tilkynni síður um kynferðisofbeldi sem þeir verða fyrir en konur.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14