Frá suðri til norðurs. William Faulkner og Guðmundur Daníelsson

  • Haukur Ingvarsson
Efnisorð: Guðmundur Daníelsson, William Faulkner, bókmenntasaga, heimsbókmenntir, eftirlendufræði, sjálfsmynd

Abstract

Á fyrri hluta fimmta áratugarins skrifaði Guðmundur Daníelsson skáldsagna þríleikinn Af jörðu ertu kominn: Eldur (1941), Sandur (1942) og Landið handan landsins (1944). Guðmundur fór aldrei í grafgötur með það að kynni hans af skáldsögum bandaríska rithöfundarins William Faulkners, í norskum þýðingum á fjórða áratugnum, hefðu haft afgerandi áhrif á gerð þríleiksins en fram til þessa hafa þau aldrei verið rannsökuð með skipulegum hætti. Greinin skiptist í tvo hluta: Í þeim fyrri er kannað með hvað hætti Guðmundur Daníelsson nýtir byggingarlag og hugmyndaheim skáldsögunnar Light in August eða Ljós í ágúst í Eldi, fyrsta bindi þríleiksins Af jörðu ertu kominn. Í þeim síðari er horft á rannsóknir Faulkner-fræðinga undanfarna tvo áratugi á því hvers vegna verk Faulkners hafa höfðað sérstaklega til rithöfunda á svæðum sem staðið hafa höllum fæti í efnahagslegu og menningarlegu tilliti, ýmist innan heimalanda sinna eða gagnvart erlendu valdi. Spurt er hvort og þá hvernig Guðmundur Daníelsson nýti skáldsagnaformið til að fjalla um Ísland sem hjálendu eða nýlendu Dana. Fjallað er um skáldsöguna í samhengi eftirlendufræða og lögð sérstök áhersla á að greina þá mynd sem hún birtir af samspili valds og sjálfsmyndar með hliðsjón af þáttum eins og stétt, kynþætti, kyni og fötlun.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Haukur Ingvarsson

Rithöfundur og doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14