„Rennur blóð eftir slóð...“

  • Dagný Kristjánsdóttir
Efnisorð: Sjálfsskaði, skera sig til blóðs, tilfinningastjórnun, menningarleg tjáning, samfélagsmiðlar, fagurfræði

Abstract

Í þessari grein er fjallað um fyrirbærið „sjálfsskaða“. The International Society for the Study of Self-Injury skilgreinir fyrirbærið svo: „Sjálfsskaðar sem beinast ekki að sjálfsmorði eru skilgreindir sem vísvitandi skemmdir á vefjum líkamans, framkvæmdar af einstaklingnum sjálfum að eigin ósk án þess að hafa sjálfsmorð í huga og með markmið sem eru ekki félagslega eða menningarlega samþykkt.“ Fræðilegt heiti á sjálfsskaða er Non-Suicidal Self-Injury (NSSI).

Í greininni er fjallað um birtingarmyndir sjálfsskaða, hvað felst í honum, hverjir stunda hann og af hverju. Einkum er horft til menningarlegra birtingarmynda þessarar hegðunar og vitnað í viðtöl við ungmenni um það sem rekur þau út í þessa áhættuhegðun. Fjallað er stuttlega um hvernig margir nota sjálfsskaða sem tilfinningastjórnun til að létta á þungum hugsunum og kvíða. Á því eru aðrar hliðar og flóknari sem vísa til helgisiða um blóðlát, hreinsun og heilun, með tengingar við trúarlega aflausn og kærkominn sálarfrið. Loks er fjallað um breytingar á birtingarmyndum sjálfsskaða, opnari umræðu á samfélagsmiðlum þar sem byggjast upp samskipti sjálfsskaðara og eigin menningarkimar með sérstaka fagurfræði og gjörningalist. Þessar síður geta haft óhugnanlegt áhrifavald yfir ungu fólki. Niðurstaða greinarinnar er að allt þetta krefjist upplýstrar umræðu sem sérstakur heimur, sérstök angist sem leitar menningarlegrar útrásar sem getur þróast í sjálfsvígshættu ef hún er ekki tekin alvarlega.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Dagný Kristjánsdóttir

Prófessor í íslenskum bókmenntun við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14