Á mis við málörvun. „Villimaðurinn frá Aveyron“ og fleiri dæmisögur um uppvöxt barna án máls

  • Margrét Guðmundsdóttir
Efnisorð: Markaldur, máltaka, sjón, (skortur á) málörvun, heyrnarlausir, ofbeldi

Abstract

Í greininni er fjallað um markaldur fyrir máltöku, en kjarni þeirrar kenningar er að börn hafi meðfædda hæfni til að læra mál sem síðan dalar eða hverfur. Samkvæmt því verða börn sem ekki fá eðlilegt máláreiti í æsku af tækifærinu til að tileinka sér „fullkomið“ mál.

Markaldur er ekki bundinn við mál. Börn og annað ungviði þurfa einnig til dæmis sjónáreiti til að sjónin þroskist. Í byrjun greinarinnar er litið til þess hversu mikill munur er á möguleikum til rannsókna og þá um leið þekkingu á markaldri fyrir sjón samanborið við markaldur fyrir máltöku. Þessi munur byggist bæði á því að dýr hafa verið rannsökuð til að varpa ljósi á markaldur fyrir sjón – en þann kost hafa málfræðingar ekki – og að auki er nokkuð algengt að börn skorti sjónáreiti, meðal annars vegna skýs á auga. Sjaldgæfara er að börn alist upp án málörvunar en þó eru til frásagnir af nokkrum börnum sem af ýmsum ástæðum ólust upp við einangrun frá öðru fólki. Greinarhöfundur notar tækifærið sem hér býðst til að rekja tvær þeirra ítarlegar en nauðsynlegt væri til að varpa ljósi á markaldur. Þær eru líka sögur um ofbeldi og vafasöm vinnubrögð í þágu vísinda. Þessu næst er fjallað um heyrnarlaus börn en fyrr á tíð – og jafnvel fram á okkar daga – var algengt að þau fengju ekki frá upphafi málörvun við hæfi, þ.e. táknmál. Dæmin eru svo mörg að síðbúin máltaka heyrnarlausra barna getur varpað ljósi á markaldur fyrir máltöku.

Margir hafa fjallað um markaldur fyrir máltöku en áherslan er oft lögð á það sem lærist ekki. Í greininni er frekar spurt hvað hægt sé að læra og hvort hægt sé að koma sér upp málkerfi þótt máltakan hefjist seint.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Margrét Guðmundsdóttir

Doktorsnemi í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2019-06-14