Sjónarspil tegundanna: Hvalurinn í öllum sínum (líf) myndum
Efnisorð:
hvalir, hvalaskoðun, hvalreki, Keikó, ljósmyndun, mannöld, sjónmenning, samtímalist, umhverfisfræði, umhyggjusiðfræði
Abstract
Myndir af hvölum hafa lítt verið rannsakaðar jafnvel þótt þær séu mikilvægar heimildir um þekkingu á tegundunum og þróun iðnvæðingar í hvalveiðum. Þessi grein er þverfræðileg tilraun til að kanna hvernig hvalir eru – og hafa verið myndgerðir og hvernig listamenn gagnrýna ímyndir ráðandi sjónmenningar. Sýnt er fram á hvernig lífvaldið hefur mótað myndir og hvernig upplýsingatæknisamfélagið umbreytir myndgerð samtímans. Að lokum verður skoðað hvernig ný sýn á umhverfismál hefur skapað forsendur til að túlka myndir út frá sjónarhorni umhyggjusiðfræði.
Downloads
Download data is not yet available.
Útgefið
2020-05-07
Hluti
Þema