„Fólk í feldklæðum“. Lundar og hvítabirnir á mannöld

  • Katla Kjartansdóttir
  • Kristinn Schram
Efnisorð: efnismenning, frásagnir, mannöld, pósthúmanismi

Abstract

Ólíkar birtingarmyndir tveggja dýrategunda, hvítabjarna og lunda, eru hér til umfjöllunar í samhengi efnismenningar og frásagna fortíðar og samtíma. Rætt er um með hvaða hætti hlutverk þeirra hefur fléttast saman við sjálfsmyndir og mismunandi menningarlegt samhengi. Spurt er hvernig merking þessara dýra hefur frá fornu fari tekið breytingum og þróast. Þar má nefna ýmsa merkingarauka í tengslum við loftslagsbreytingar, aukna umhverfisvitund og vaxandi áherslur á norðurslóðir sem birtast í myndrænni og efnislegri framsetningu, til dæmis í íslenskri ferðaþjónustu, á söfnum og í myndlist. Bakgrunnur ímyndanna í frásagnarhefð er skoðaður með tilliti til tákna og túlkunar á samskiptum manneskjunnar við náttúruöflin. Tekin eru til umfjöllunar dæmi um hvernig íslenskir myndlistarmenn hafa unnið með þessi dýr í verkum sínum, meðal annars til að vekja upp spurningar um umhverfismál en einnig til að varpa gagnrýnu ljósi á flókna menningarlega sjálfsmynd Íslendinga í hnattvæddum og kynlegum heimi samtímans. Knýjandi áskoranir varðandi umhverfismál og sameiginlegt vistkerfi blasa við, þvert á tegundir, og er hér lögð áhersla á þétta samfléttun manneskju og dýra.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Katla Kjartansdóttir

Doktorsnemandi í safnafræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Kristinn Schram

Dósent í þjóðfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Útgefið
2020-05-07