Jarpur, Blakkur, Skjóni, Stjarna og Hjálma. Sýnileg og ósýnileg dýr í íslenskum dýrasögum

  • Gunnar Theodór Eggertsson
Efnisorð: dýrasögur, dýrasiðfræði, mannmiðja, bókmenntir, dýravernd, hestar

Abstract

Viðfangsefni greinarinnar er hvernig hugmyndin um „góðhestinn“ birtist í íslenskum dýrasögum á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu með því markmiði að draga fram duldar forsendur og merkingarauka sem fylgja framsetningu hesta (og annarra dýra) í slíkum sögum. Spurt er hvaða dýr teljist yfir höfuð frásagnarverð og sjónum þannig beint að togstreitunni á milli sýnilegra og ósýnilegra dýra í samfélaginu. Dýrasagan sem bókmenntaform er ávallt lituð af mannmiðjuhugsun upp að vissu marki og því er sérstakur gaumur gefinn þeim áhrifum. Sú bókmenntasaga er auk þess nátengd uppvexti íslensku dýraverndarhreyfingarinnar og því er samband skáldskapar og siðfræði í tímaritinu Dýravininum athugað sérstaklega. Í síðari hluta greinarinnar er vöngum velt yfir því hverjir það séu sem helst skrifi dýrasögur og rýnt í efnið út frá kynjafræðilegri nálgun. Í lokakaflanum er haldið fram að sum dýr séu sannarlega vinsælli en önnur og að mikilvægar eyður og merkingarbærar þagnir sé að finna í bókmenntasögu dýraskáldskapar. Dýrasögur eru þannig álitnar pólitískar bókmenntir því þær fela í sér gildishlaðnar og siðferðislegar spurningar sem tengjast þeim dýrum sem fjallað er um hverju sinni – og þeim sem ekki er fjallað um.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Gunnar Theodór Eggertsson

Rithöfundur og doktor í almennri bókmenntafræði.

Útgefið
2020-05-08